Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Hallo

Eins og þið sjáið kannske þá var ég að gramsa í html-inu. Eretta ekki fínt?
Annars gengu tónleikarnir á laugardaginn aðveg þrælvel. Það var fullt út úr dyrum Í Iðnó og það þurfti að vísa fólki frá, þar á meðal annarri að aðalsöngkonunum okkar, sem var lasin og gat ekki sungið. Þannig að þegar við komum út af fyrri tónleikunum sat söngkonan, sem tlkynnt hafði verið veik, fyrir utan kaffihús við Austurvöll. Eftir seinni sýninguna var farið á efstu hæðina í Iðnó og haldið lítið hóf með Tapas, kampavíni og opnum bar. Áður en yfir lauk voru þjóðþekktir leikarar orðnir boðflennur!! Um miðnætti byrjuðu Geirfuglarnir að spila og við fengum frítt inn. Það var rokna stuð. Kvöldinu lauk svo þegar við Gústið fórum til systur minnar og sötruðum bjór og rauðvín fram á rauða nótt. Já, menningarnótt var menning, indíd.
Annars eru æfingarnar á óperunni í Þjóðleikhúsinu búnar þartil næsta vor og nú er bara að hella sér út í skólann og standa sig!!! Haustið er alltaf einhvernveginn alltaf byrjun á einhverju nýju. Þetta er árstíð tækifæranna, það er bara spurning hvernig maður vinnur úr þeim. Ég fékk að fara á áttunda stig í hljómfræði þótt ég hafi fallið á sjöunda því ég fór í sumarskóla og stóð mig bara með ágætum. Það er jákvætt. Ég ætla sko að standa mig í þetta sinn. Svo verð ég með vinnu áfram hjá IGS þannig að ég mun hafa aðeins meira milli handanna þennan vetur en í fyrra. Já, þetta er allt mjög jákvætt og haustið er svo sannarlega tími nýrra byrjuna og tækifæra.
Kveðja, Jákvæða konan.


skrifað af Runa Vala kl: 16:25

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala